450 g hveiti
½ msk salt
30 g sykur
12 g ger
2 msk blandaðar kryddjurtir
230 g rjómaostur
1 stk egg
200 ml mjólk
½ búnt timjan (garðablóðberg)
½ dós fetaostur í kryddlegi
Þurrefnunum blandað saman, kryddjurtirnar saxaðar smátt niður, helmingurinn af fetaostinum mulinn niður og blandað við, rjómaosturinn og mjólkin sett saman við að síðastu og svo hnoðað vel saman.
Mótað í bakka og látið standa í 30 mín. Bætið við restinni af fetaostinum og olíunni af ostinum líka. Bakað á 180°c í 15-25 mín eða þar til brauðið verður ljósbrúnt að lit. Hentar vel í tapas eða með humri.
Leave a Reply