Ofnbakaður saltfiskur með beikon

800 g saltfiskur
2 cm engiferrót
1 stk. blaðlaukur
100 g íslenskur cheddar-ostur
12 sneiðar beikon (stökksteikt)
40 g smjör
40 g hveiti
300 ml mjólk

Bræðið smjörið í potti. Steikið hveitið í smjörinu við lágan hita í 5 mín.
Bætið mjólkinni út í og hrærið með písk. Rífið engiferrótina saman við.
Skerið fiskinn í bita sem og blaðlaukinn.
Setjið fisk í eldfast mót, raðið blaðlauknum ofan á, hellið
smá sósu, rífið cheddar-ost yfir og leggið loks beikonsneiðarnar ofan á.
Eldið við 180°C í 30 mín. með álpappír og svo í 10 mín. án álpappírs til að brúna ostinn.
Gott er að rífa tvö hvítlauksrif með engiferrótinni fyrir þá sem vilja enn meira bragð.

Uppskrift fundin á mbl.is og er úr Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: