Kakan :
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
300 g sykur
4 msk kakó
125 gr smjörlíki (1 ¼ dl olía)
2 egg
1 tsk kanill (má sleppa)
2½ dl mjólk
Bananakrem :
3 bananar
150 g flórsykur
175 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði raspað
Súkkulaðikrem :
2 egg (4 eggjarauður ef þú ert að nota hvíturnar í annað, það er örlítið betra)
60 g flórsykur
50 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði
Kakan:
Blandið þurrefnunum saman og myljið smjörlíkið í og vætið með 2/3 af mjólkinni. Hrært í 2 mín. Eggjunum og restinni af mjólkinni er bætt útí og hrært í 2 mín. Bakað í 2 tertubotnum í 30 -40 mín við 175 gr C.
Bananakremið :
Merjið banana, þeytið flórsykur og smjörlíki saman og bætið súkkulaðinu ásamt bönunum út í . Smyrjið á neðri botninn og leggjið hinn yfir.
Súkkulaðikrem:
Bræðið smjörlíkið og súkkulaðið. Þeytið eggin og flórsykurinn saman og bætið súkkulaðibráðinni saman við. Hjúpið kökuna með kreminu og skreytið eftir tilefni.
Leave a Reply