Makkarónuhakkpottréttur

Þessi einfaldi réttur hefur slegið í gegn á mínu heimili……sérstaklega hjá börnunum :)

Innihaldið er eftirfarandi:

  • ca ½ kg hakk
  • makkarónur
  • pepperoni
  • Hunt’s Spaghetti sósa (þetta er stór dós)
  • Mozarella rifinn ostur (eða Gratín, bara hver hentar þér)

Svona geri ég þetta, en þú getur að sjálfsögðu minnkað/aukið magnið af makkarónunum og pepperoni-inu.

  1. Brúnaðu hakkið á pönnu.
  2. Bættu við spaghettisósunni, fylltu svo dósina af vatni (skola restina innan úr) og bættu vatninu líka út á pönnuna.  Út í þetta set ég svo 500 gr af makkarónum.  Bíddu þar til fer að sjóða, lækkaðu þá vel undir og láttu malla þar til makkarónurnar eru orðnar mjúkar.  Hrærðu reglulega í.
  3. Skerðu niður pepperoni (mér finnst best að nota Ali pepperoni lengjurnar, pepperoniputta eins og við köllum það), magnið fer bara eftir smekk hvers og eins, ég nota hiklaust 4 svona pepperoni putta  :)  Settu það úti og leyfðu að malla aðeins.
  4. Settu ostinn útí í restina og hrærðu saman þar til hann bráðnar…..ég nota hiklaust heilan poka…….það er BARA gott :)
  5. Berðu þetta fram með td. fersku salati og hvítlauksbrauði, og ef það verður afgangur þá er hann hrikalega góður ofan á ristað brauð daginn eftir :)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: