Þetta er pínu óformleg uppskrift og verður hver og einn að gera eins og hann vill, en þetta er amk smá grind til að styðjast við.
Það sem ég notaði er eftirfarandi:
1 Bökudeig (smelltu á það til að fara sjá þá uppskrift, ég veit ekki hvað þetta er á íslensku eða hvort það fæst tilbúið, en þetta er ekki það sama og smjördeig amk) (ef þú veist hvort hægt sé að fá þetta tilbúið, endilega sendu mér skilaboð eða skildu eftir komment)
1-2 kjúklingar (ég keypti 2 tilbúna steikta kjúlla í Nettó, bein- og skinnhreinsaði og skar í litla bita)
4-5 vorlaukar
smá bútur af blaðlauk (jamm, mér finnst laukur góður)
½ líter matreiðslurjómi
rjómaostur með svörtum pipar (lítil svört askja) (Bræddu þetta saman við rjómann)
8 egg !
Gratínostur
Þú ss fletur deigið það vel út að það hylji botninn og hliðarnar á stóru eldföstu móti.
Setur kjúklinginn þar ofan á.
Skerð laukana í litla bita og setur ofan á kjúklinginn. Saltar smá og piprar.
Hrærir svo vel saman eggjunum og rjómaostarjómablöndunni og hellir yfir kjúklingalauka-trallið sem er ofan á deiginu og skellir svo poka eða 2 af osti yfir allt saman !
Setur inní forhitaðann ofn uppá 180°C í ca 45 mínútur og berð þetta fram með hverju því sem þú vilt :)
Leave a Reply