Bökudeig (Shortcrust pastry)

1½ bolli hveiti
Smá salt, pínu klípa ;)
125 gr smjör, skorið í litla bita
1 eggjarauða
smá vatn (uþb 3 msk)

Sigtaðu saman hveitið og saltið í skál.  Settu svo smjörið þar útí og með höndunum mylurðu smjörið saman við hveitið og klípur þetta saman þar til þetta verður orðið sandkennt, eða svona eins og brauðraspur :)
Blandaðu saman rauðunni og vatninu, hrærðu uppí því og helltu útí skálina með hveitinu og blandaðu þessu saman með sleif þar til þetta er orðið að stífu deigi :)
Settu í plast og kældu í ½ tíma áður en þú notar það.

Ef þú notar þetta í rétt sem inniheldur vökva, og bakar deigið ekki áður, þá verður það mjúkt.
Ef þú vilt hafa það stökkt, þá seturðu það í formið og mótar það eins og þú værir að fara að setja fyllinguna í það.
Krumpaðu svo bökunarpappír (til að það sé auðveldara að setja hann í allar smugur, horn og svona) og leggðu hann ofan á deigið, ef þú ert með ferkantað form vertu þá viss um að pappírinn sé vel í öllum hornum.  Settu svo helling af hráum hrísgrjónum ofan á pappírinn (þetta kemur í veg fyrir að deigið lyfti sér ef það er loft í því), og þá meina ég helling.  Bakaðu þetta svo í 180°C heitum ofni (með pappírnum og grjónunum) í ca 10 mínútur, fylgstu bara vel með því síðustu míníturnar….það á að verða fallega brúnt :)
Taktu út, taktu pappírinn og grjónin, stingdu nokkur göt á botninn með gaffli og settu inn í 5 mín í viðbót og þá á að vera klárt.


One response to “Bökudeig (Shortcrust pastry)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: