Mars súkkulaði kornflakes nammi

Mars nammi

Mallað 28. júlí 2011

ca 200 gr mars súkkulaði (ég keypti stóra pakkningu í Bónus sem inniheldur 7*45 gr stykki og notaði 5 svoleiðis)
50 gr ósaltað smjör
Um 100 gr kornflakes.

Bræddu smjörið á mjög lágum hita.  Skerðu marsið í litla bita og bættu því útí pottinn og bræddu þetta vel saman, hrærir í öðru hvoru.  Blandan á að vera lin en ekki fljótandi…..hún verður að vera það lin að hún þekji kornflögurnar.  Ef blandan er of þykk þá bara bætirðu smá smjöri saman við til að þynna hana.
Þegar þú ert búin að bræða þetta vel saman þá bætirðu korflögunum útí og hrærir varlega í til að mölva þær ekki :)
Hrærir bara til að þekja flögurnar
Svo er spurning um að hafa snör handtök (því blandan storknar) og skeiða þetta í muffins form eða litla hóla á bökunarpappír og setja svo í kæli í ca hálftíma.

Þetta er HRIKALEGA gott !!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: