Hörpudiskur

Útbúið 23.03.2013

 

Þessi réttur ber eflaust annað nafn sem einhverjir þekkja hann undir, en ég fékk þessa uppskrift frá Hörpu og við nefndum þetta Hörpudisk og þannig festist það á þessu heimili.  Þetta er ss kaldur brauðréttur með rækjum og camembert.

1 fínt samlokubrauð (skorpulaust)
1 lítil dós mæjónes
1 dós sýrður rjómi
ananas í bitum (ég notaði 2 litlar dósir) geymdu safann.
500 gr rækjur
Sítrónupipar (bara eftir auga og smakki, ætli það hafi ekki farið um 2 tsk)
Camembert
Vínber
Paprika

Svona gerum við þetta:
Tættu skorpulaust brauðið í skál.  Hrærðu saman í annari skál mæjó og sýrðum, kryddaðu með sítrónupipar, settu svo rækjurnar og ananasinn útí og hrærðu þessu saman.  Helltu svo yfir brauðið og blandaðu þessu vel saman (hér var notuð stór skál og hendurnar)
Bleyttu í með smá safa ef þér finnst blandað þurr.  Ég setti smá vínber útí blönduna, sem og hálfan camembertinn.
Færðu yfir í skál sem á að nota við að bera fram.
Skreyttu ofan á með niðurskornum vínberjum, papriku og camembert.

 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: