Súkkulaði bananabitar með hnetusmjöri

Útbúið 7-9-13

Útbúið 7-9-13

Þetta er ekkert smá gott !  Mjög auðvelt og hægt að borða án samviskubits ;)

Innihald:
Bananar
Hnetusmjör / möndlusmjör
Suðusúkkulaði

Aðferð:
Skerðu banana í bita, settu hnetu/möndlusmjör ofan á sneið og lokaðu með annari sneið.   (Mjög gott að loka með tannstöngli til að auðvelda að setja súkkulaðið á.)

Settu bananasamlokurnar í frysti í klukkutíma.  Bræddu súkkulaðið í potti ( ég notaði 6 banana og ég þurfti alveg 4-5 plötur af súkkulaði) og dýfðu bitunum í.  Settu svo aftur í frysti í amk 3 klukkutíma.
Það sem ég klikkaði á var að taka tannstönglana eftir súkkulaðidýfuna, sem þýðir það að ég þarf að láta þá þiðna örlítið áður en ég ber þá fram til að brjóta ekki tannstöngulinn í molanum :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: