1 kg stikilsber
2 dl vatn
3 súr epli
750 g sykur
2 tsk. sultuhleypir Continue reading
Tag Archives: stikilsber
Stikilsberja-eplasulta
Stikilsberja- og kiwimarmelaði
600 g þroskuð stikilsber
400 g kíwí eða 3-4 stykki
500 g sykur
½ sítróna
4 tsk. blátt melatín
Hitið í potti hreinsuð stikilsber og kíwí sem búið er að afhýða og skera í teninga. Eftir tuttugu mínútur er froðan veidd af og sykri stráð yfir. Hrærið í marmelaðinu og hellið svo á glös sem búið er að þvo vel.
Stikilsberja grautur
1 kg stikilsber
½ ltr vatn
250 g sykur
30 g kartöflumjöl
Berin eru þvegin úr köldu vatni og soðin meyr í vatninu með sykrinum og pressuð gegnum gatasigti. Suðan látin koma upp og grauturinn jafnaður með kartöflumjölsjafningi. Grautinn má eins búa til úr niðursoðnum stikilsberjum og einnig má hafa berin heil í grautnum.