- uþb 250 gr græn, steinlaus vínber
- 2 msk hvítvínsedik
- 2 tsk ólífu olía
- 1 tsk dijon sinnep
- salt & pipar eftir smekk
Setjið allt í blandara og maukið þar til allt er orðið slétt og fínt :)
Ofsalega góð dressing á alls konar salat :)
Setjið allt í blandara og maukið þar til allt er orðið slétt og fínt :)
Ofsalega góð dressing á alls konar salat :)
100 gr. smjör/smjörlíki
900 gr. hveiti
60 gr. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 lítri mjólk
1 pakki þurrger
Fylling:
1 pakki/túpa skinkumyrja
ostur og skinkubitar
Penslun:.
Egg eða mjólk og einhver fræ t.d. sesamfræ.
Blandið saman þurrefnunum. Hitið mjólkina rétt volga 37 gráður.Bræðið smjörlíkið í potti og bætið við mjólkina , þessu svo saman við þurrefnin og hnoðið.
Látið lyfta sér í 40-60 mín. á volgum stað (viskustykki yfir deiginu) Hnoðið aftur og látið lyfta sér í 30 mín. Skiptið deginu í fimm hluta. Hvern hluta á að fletja út í hring og skipta í 8 hluta (alveg eins og gert er með pizzur) setja ca. 1/2 – 1 tsk af skinkumyrju á hvern hluta og rúlla upp í horn. Getur bætt við skinkubita og rifnum osti.. Pensla með mjólk og strá fræum ofan á (má sleppa). Bakist við 200°C þangað til hornin eru orðin ljósbrún ca. 20 mín.
Það er líka mjög gott að skipta skinumyrjunni út fyrir dijon sinnep J