Lamb í sinneps- og hlynsírópslegi

  • 1 dl hlynsíróp
  • 1 dl ólívuolía
  • 1 msk Dijon-sinnep
  • rifinn börkur af einni appelsínu
  • 2 msk saxað ferskt rósmarín eða 1 msk þurrkað
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 tsk Maldon-salt
  • 1 tsk nýmulinn pipar

Blandið öllu saman í skál. Geymið 1/3 af blöndunni.
Setjið kjötbitana í kryddlöginn og látið þá liggja í honum í um klukkustund við stofuhita. Grillið eða steikið.
Hellið loks kryddleginum sem var geymdur til hliðar yfir kjötið og berið fram t.d. með ofnbökuðu rótargrænmeti.

Þessi kryddlögur fellur mjög vel að íslensku lambi. Það er hægt að smyrja heilan eða hálfan hrygg með leginum en það er eiginlega ennþá betra að nota kótilettur eða file til að lögurinn njóti sín betur.

Uppskrift fengin á vinotek.is 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: