Tag Archives: svínakótelettur

Fylltar svínakótelettur

4 stórar, þykkar svínakótelettur
1 dl saxaðar blandaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, graslaukur og salvía)
1 blaðlaukur, saxaður
Salt og grófmalaður svartur pipar

Skerið vasa í kóteletturnar næstum inn að beini og fyllið með kryddjurtunum og blaðlauknum.

Kryddið vel með salti og pipar og steikið  kóteletturnar í olíu eða smjöri á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. 

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflubátum og salati ásamt góðri sósu.  Einnig er gott að sjóða hrísgrjón og blanda einu söxuðu epli út í ásamt einum söxuðum blaðlauk.


%d bloggers like this: