Trölla súkkulaðibitakökur

Risa súkkulaðibitakökur

Bakaðar 14.júlí 2011

  • 250 gr hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 170 gr smjörlíki, brætt
  • 200 gr púðursykur
  • 100 gr sykur
  • 1 msk vanilludropar
  • 1 stórt egg + 1 eggjarauða
  • 300 gr suðusúkkulaði, saxað (3 plötur af konsum)

Hitaðu ofninn í 170°C.
Sigtaðu saman í skál hveiti, matarsóda og salt og settu til hliðar.
Hrærðu vel saman púðursykrinum, sykrinum og brædda smjörinu.  Bættu við vanillunni, egginu og auka rauðunni og hrærðu mjög vel saman, þar til það verður létt og kremuð áferð á þessu.  Bættu svo við hveitinu og því í smá skömmtun og hræra vel á milli.
Settu svo saxað súkkulaðið saman við og blandaðu saman með trésleif.  Þá er þetta orðið að þykku deigi :)
Settu bökunarpappír á plötu og settu vel kúfaða matskeið með góðu millibili.  Ekki þarf að þrýsta á þær eða slétta úr þeim, þær leka HELLING út.  Deigið hjá mér var pínu of blautt þannig að ég gat ekki rúllað í höndunum, en ef það er möguleiki þá er það frábært.  Ég var með bollamál og miðaði við 1/4 bolla sem eina köku.  Og ég setti þær bara 4 á plötu, þær eru það stórar.  Þú getur auðveldlega minnkað þær og minnkar þá bökunartímann miðað við það.

Setur þær í 170°C heitan miðjan ofninn og bakar í ca 15 mínútur (miðað við tröllastærðina mína)
Athugaðu þær á köntunum, þegar kanturinn er farinn að harðna aðeins, taktu þær þá út, en leyfðu þeim að vera áfram á plötunni og kólna þar það lengi að þú náir þeim af plötunni án þess að þær brotni.  Ekki fá sjokk þó þær séu rosalega mjúkar þegar þú tekur þær út, þær eiga eftir að harðna á plötunni. Þær eiga að vera pínu “chewy”…….eða pínu seigar :) Ekki alveg eins og kex ;)  En ekkert verri á bragðið fyrir því :)  Þessi uppskrift gaf mér 12 tröllakökur.

Pínu hlunkarÞetta venjulega hænuegg virkar bara pínupons miðað við tröllakökurnar :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: