1 dós (400 g) rjómaostur
2 egg
8-10 msk. flórsykur
1-2 tsk. vanilludropar
200 g suðusúkkulaði
½ l rjómi
10-12 plötur After Eight eða sambærilegt piparmyntusúkkulaði
Skraut: After Eight, rjómi og/eða vanilluís
Rjómaosturinn hrærður vel svo hann verði kekkjalaus.
Eggin rækilega þeytt ásamt flórsykri og vanilludropum, blandað saman við ostinn.
Súkkulaðið brætt og hellt smátt og smátt út í á meðan hrært er. Kælt um stund í ísskáp eða frysti.
10-12 plötur After Eight kældar um stund í frysti og síðan brytjaðar nokkuð smátt og settar saman við.
Rjóminn stífþeyttur og blandað varlega með skeið/sleif saman við allt hitt.
Sett í skál og kælt vel.
Borið fram í eftirréttaskálum. Einni plötu af After Eight stungið á hornið ofan í. Svolítil sletta af þeyttum rjóma og/eða smákúlur af vanilluís til skrauts og bragðbætis.
Leave a Reply