Súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur

Bakað 13.júlí 2011

300 gr hveiti
150 gr sykur (75 gr sykur og 75 púðursykur blandað saman)
2 egg
1 tsk vanilludropar
150 gr mjúkt smjör
200 gr brytjað súkkulaði

Hrærið saman smjörinu og sykrinum, þar til það verður vel samlagað.  Bætið við vanilludropunum og hrærið aðeins áfram, þar til það verður létt og ljóst.  Eggjunum bætt við og hrært aðeins.  Bættu við helming af hveitinu, hrærðu aðeins saman og svo restinni og hræra öllu vel saman.  Bætið súkkulaðinu við í endann og blandið saman :)
Búið til litlar kúlur með smá bili á milli, þarf svosem ekki stórt bil þar sem þær fletjast ekki mikið út.
Bakað við 180°C í ca 10 mínútur.  Takið af plötunni og leyfið að kólna.
Þetta deig er líka kjörið að gera margfalt og frysta til að eiga tilbúið svona til að henda í ofninn.  Frábært að skipta td einfaldri uppskrift í þrennt, setja í frystipoka, fletja hann aðeins út því þá er deigið fljótar að þiðna :)
Einn svoleiðis poki yrði nokkurn veginn á eina plötu :)

Klárt í ofninn :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: