Karamella með grófu salti (Ella Helga)

Dásamleg karamella

Búin til 5.júlí 2011

1/4 bolli vatn
1,5 bollar sykur
1/2 bolli síróp
1 bolli rjómi
5 msk (71 gramm) ósaltað smjör
1 tsk gróft salt
1/2 tsk vanilludropar
vanillustöng

Aðferð:

1. Sjóða saman sykur, sýróp og vatn þangað til bubblur byrja að myndast, halda þá áfram að sjóða þangað til fallega gyllt. Ekki hræra í sykurbráðinni, snúið frekar pottinum og blandið hráefnunum saman þannig.

2. Á meðan setja rjóma, salt og smjör ásamt fræjum úr einni vanillustöng (og stöngin með) í pott og rétt sjóða. Taka þá af hitanum og setja til hliðar. Fjarlægja vanillubelginn!

3. Þegar sykurbráðin er orðin fallega gyllt taka af hitanum og hella rjómablöndunni út í. Getur orðið mikið aksjón í pottinum á þessum tíma, ágætt að fara varlega. Hræra vanilludropunum samanvið með viðarsleif.

4. Setja karamelluna aftur yfir hita. Hérna svindlaði ég og notaði hitamæli. Þegar karamellan var komin upp í 248 Farenheit – sem er í raun stíf karamella, ekki hörð og ekki lin, þá hellti ég blöndunni í smjörpappírslagt fat og leyfði að kólna smá. Inn í ísskáp og út úr ísskáp þegar dýrðin var orðin svo til stíf, stráði með salti og skar í litla bita.

*Innskot Matarbitans….ég notaði ekki vanillustöng þar sem ég átti hana ekki til, en bragðið er samt hrikalega gott :)  Og við fyrri karamellutilraunir hef ég komist að því að HITAMÆLIR ER NAUÐSYN VIÐ KARAMELLUGERÐ !  Bara venjulegur kjöthitamælir gerir sitt gagn :)  248°F eru 120°C.
Og ég mana ykkur að prufa þetta með saltið,(ég hélt að Ella Helga væri galin) en prófaði og sannfærðist, notaði þetta snilldar salt sem fæst í Bónus meðal annars :)

Uppskrift birt með með leyfi Ellu Helgu


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: