Rjóma/kókosbollublandan er svona:
1/2 líter þeyttur rjómi
1 stappaður banani blandað saman við rjómann
4 kókosbollur settar útí
1 stk hvítur svampbotn neðst (annað hvort bakar hann sjálf eða kaupir tilbúinn útí búð)
C.a helmingur af rjóma/kókosbollublöndunni sett ofan á svampbotninn
Þar ofan á fer einn marengsbotn (getur notað hvernig marengs sem er, rosa gott að hafa kornflexmarengs)
Ofan á marengsbotninn fer svo restin af rjóma/kókosbollublöndunni
Ofan á allt saman seturðu svo jarðaber og bláber eða vínber og svo nóa kropp eða súkkulaði rúsínur.
Leave a Reply