Tagliatelle með humar

Uppskriftin gerir ráð fyrir sex skömmtum. Þetta er hráefnið sem þarf:

1 kg. humar
500 g pasta
3-4 skarlottulaukar
4 hvítlauksrif
1 rauður chilipipar (fræhreinsaður)
6 tómatar
1-2 dl hvítvín
Sítróna
Steinselja
Nomu kryddið “Italian Seasoning”
250 g smjör
Ólívuolía
Salt og pipar
Parmesanostur til að strá yfir og bera fram með

Byrjið á því að skera tómatana í báta, setjið í eldfast mót, hellið ólívuolíu yfir þannig að hún fljóti að hálfu yfir tómatana. Kryddið vel með salti, pipar og Italian Seasoning frá Nomu (einnig má nota sítrónupipar). Bakið í ofni við 200 gráða hita og veltið tómötunum reglulega í olíunni þannig að þeir maukist hæfilega.

Hreinsið humarinn úr skelinni og steikið hann síðan í smjörinu. Skiljið smjörið frá og setjið humarinn til hliðar.

Saxið lauk, hvítlauk og chili smátt og steikið í ólívuolíu ásamt klípu af smátt saxaðri steinselju.

Hellið humarsmjörinu á pönnuna með skarlottu/hvílauks/chili-olíunni. Bætið við tómatamaukinu og hvítvíninu og kreistið safann úr sítrónunni út í blönduna. Leyfið að malla á pönnunni á miðlungshita í nokkrar mínútúr.

Bætið humrinum við og látið malla í smástund á meðan hann er að hitna á ný.

Pastað er soðið skv leiðbeiningum, sett á fallegt fat eða í stóra skál. Humarblöndunni hellt yfir ásamt saxaðri steinselju.

Gott er að bera fram nýrifinn Parmesan-ost með pastanu og heitt baguette-brauð.

Með þessu smellur gott ítalskt hvítvín frábærlega t.d. hið sikileyska Villa Antinori eða Norður-ítalska Bertani Le Lave.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: