400 gr spaghettí
150 gr beikon
1 pakki parmesan ostur (200 gr frá Galbani)
1 peli rjómi
6 egg
salt og pipar
Skerið beikonið í bita. Sjóðið spaghettíið samkv. leiðbeiningum á pakka.
Steikið beikonið á stórri pönnu og setjið síðan soðið pastað útí.
Blandið saman eggjum, osti, rjóma, pipar og ögn af salti.
Takið pönnuna af hitanum og hellið eggjablöndunni yfir pastað.
Blandið vel saman en látið ekki sjóða.
Leave a Reply