Tag Archives: sveppir

Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk

Ýsa, hveiti, karrý, paprika, blaðlaukur, sveppir, matreiðslu rjómi, soja-sósa, rifinn ostur, salt og pipar, olía til að steikja og smá smjörlíki.

aðferð:

Ýsan skorin í bita ( ekki litla ), hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka ( má vera sterkt karrýbragð ) Fiskurinn settur í pokann og allt hrist saman. Munið að hafa pokann lokaðan – hehe.

Fiskurinn síðan steiktur á pönnu, þar til hann er ljósbrúnn að utan.  Fiskinum síðan raðað í eldfast mót, ekki mjög þétt.

Grænmetið brúnað á pönnunni og svo sett yfir fiskinn í eldfasta mótinu, matreiðslurjómanum hellt yfir fiskinn og grænmetið – látinn fljóta yfir og nokkrum dropum af soja sósu hellt yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og bakið í svona 30 mínútur við 180 gráður.

Voða gott með hrísgrjónum ofl. góðgæti.


Nautahakk í smjördeigi

Nautahakk í smjördeigi

Eldað 4.júlí 2011

500 gr nautahakk
1 pakki smjördeig – afþýtt
250 gr sveppir-sneiddir
2 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk rosmarín Continue reading


Kremaðir sveppir

1 msk smjör
150 g villisveppir (eða kastaníusveppir ef vill)
150 g venjul. sveppir
2 skalottulaukar (eða hálfur hvítur laukur)
1 hvítlauksrif
1 dl rjómi
Salt
Pipar

Skerið sveppina í litla bita og saxið laukana smátt. Steikið á pönnu. Hellið rjómanum út á og sjóðið niður um helming. Saltið og piprið eftir smekk.

Þetta er svakalega gott með hátíðarsteik!