½ kg beinlaus svínasteik
4 msk. ólífuolía
1 msk. sinnep
½ bolli sítrónusafi
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 tsk. þurrkað oregano
1 bolli hrein jógúrt
1 bolli gúrka, flysjuð og skorin smátt
½ tsk. marinn hvítlaukur
½ tsk. dill
2 pítubrauð skorin í tvennt
1 lítill rauður laukur, skorinn í þunna hringi
Skerið kjötið í þunnar sneiðar og síðan í strimla. Blandið saman ólífuolíu, sinnepi, sítrónusafa, hvítlauk og oregano. Hellið yfir kjötstrimlana. Geymið í lokuðu íláti í ísskáp í 1-8 klst. Hrærið saman í lítilli skál jógúrt, gúrku, hvítlauk og dilli, lokið skálinni og geymið í ísskáp. Síið vökvann frá kjötinu, leggið það í grunna skúffu og steikið í 300 °C heitum ofni þar til það verður stökkt, eða u.þ.b. 10 mínútur.
Skerið tvö pítubrauð í helminga og fyllið þá með kjöt. Stingið með rauðum laukhringjum og notið jógurtsósuna með. Með þessum rétti passar einnig vel að hafa kirsuberjatómata og fetaost.
Leave a Reply