Kofta kjötbollur

500 gr svínahakk ekki mjög feitt
1 stk laukur fínt saxaður
1 stk hvítlauksrif pressað
1 stk egg
1 tsk sterkt karrý
0.5 tsk steytt cumin
1 tsk salt
1 stk laukur hakkaður í sósuna
2 msk olía í sósuna
1 stk lárviðarlauf í sósuna
1 tsk sterkt karrý í sósuna
0.5 tsk steytt engifer í sósuna
1 dós niðursoðnir tómatar í sósuna
0.5 tsk salt

Aðferð

Hrærið hakki saman við egg, lauk og krydd. Mótið bollur á stærð við valhnetur og setjið til hliðar meðan sósan er löguð.

Steikið laukinn í olíu með lárviðarlaufi og karrýi. Bætið við engiferi, tómötum með safanum, karrýi og bragðið til með salti. Leggið kjötbollurnar í sósuna og setjið lokið á. Sjóðið í um 20 mín. við lágan hita þar til bollurnar eru soðnar í gegn.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum, heitu brauði, gjarnan naan brauði (indverskt brauð) og mango chutney.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: