Kókoskarrýfiskur með kjúklingabaunum

700-800 gr þorsk- eða ýsuflök, roðflett og beinhreinsuð
1 msk karrýduft, meðalsterkt eða eftir smekk
3/4 tsk kummin
nýmalaður pipar
salt
2 msk olía
1 laukur, saxaður
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 dós kjúklingabaunir
2-3 vorlaukar, saxaðir
½ sítróna

1. Fiskurinn er skorinn í stykki. Karríi, kummini, pipar og salti er blandað saman og helmingurinn af blöndunni stráð yfir fiskinn. Látinn liggja í litla stund.

2. Olían er hituð á pönnu og laukurinn steiktur við meðalhita þar til hann er farinn að taka lit. Þá er hann tekinn af pönnunni og settur á disk.

3. Hitinn er hækkaður og fiskurinn brúnaður í um 1 mínútu á hvorri hlið. Afgangurinn af kryddinu hrært saman við kókosmjólkina og henni hellt á pönnuna og síðan er baununum hellt yfir (hellið leginum af þeim fyrst). Látið malla í 2-3 mínútur. Vorlauknum er stráð yfir og dálítill sítrónusafi kreistur yfir. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót eða þar til fiskurinn er rétt soðinn í gegn.

4. Sósan er smökkuð til og e.t.v. bragðbætt með pipar, salti og sítrónusafa. Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða grænu salati og e.t.v. brauði.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: