Fiskur í orly

Orlydeig

3 dl pilsner eða vatn
2 msk sykur
1 msk salt
1 tsk olía
1 eggjarauða
hveiti
1 eggjahvíta

Pilsner, sykur, salt, olía og eggjarauða hrært saman og þykkt með hveiti, blandan á að vera álíka þykk og pönnukökudeig. Látið blönduna standa í 1 kls. Eggjahvítan er stífþeytt og blandað saman rétt fyrir steikingu.

Fiskur

ýsuflök
hveiti

Fiskurinn er roðdreginn og snyrtur, skorinn þversum í 3-4 bita eftir stærð og síðan langsum í 5 cm langa bita. Fiskurinn þerraður, kryddaður ef vill og velt upp úr hveiti, settur í orly deigið og djúpsteiktur í djúpsteikingarpotti eða á pönnu í 2-3 mín við 180-200°C.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: