800 gr fiskhakk
3 vorlaukar, saxaðir smátt
2 hvítlaukrif, söxuð smátt
2 tsk engifer, rifinn
1 msk sojasósa
1 tsk sykur
salt
1 msk olía
2 msk maísmjöl
olía til steikingar
Allt nema olían sem steikja á úr er sett í skál og hrært vel saman. Mótað í 8-10 bollur eða buff.
Olía hituð á stórri, þykkbotna pönnu og bollurnar steiktar við meðalhita í um 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru gullinbrúnar og gegnsteiktar.
Bornar fram með soðnum hrísgrjónum eða eggjanúðlum.
Leave a Reply