Category Archives: Desert

Bakaðir bananar í karamellu

4 bananar
30 gr smjör
200 gr sykur
50 gr smjör
1 dl rjómi
1,5 dl vatn
1 msk sítrónusafi Continue reading


Súrmjólkurdesert

1 l súrmjólk
¼ l rjómi
sykur eftir smekk
2 bananar í sneiðum
1-2 epli í bitum Continue reading


Íssósa/karamella

3 góðir bollar dökkur púðursykur
200 gr smjörlíki
1 góður bolli ekta breskt síróp ( þetta í grænu dósunum…golden eitthvað.. )
þetta er brætt saman í potti og látið malla í svona 5 – 10 mín.
Þá er hellt saman við þetta 1/4 ltr. af rjóma og látið malla áfram í svona 10 – 15 mín.

Þá er þetta orðin mest djúsí sósa ever…svo þegar hún kólnar…karamellur…nammi.


Súrmjólkurfrómas með jarðarberjum

¾ l súrmjólk
3 msk sykur
2 dl rjómi
1 msk vanillusykur
8 matarlímsblöð

Setjið matarlímið í bleyti.  Þeytið súrmjólkina með sykri og vanillusykri. Þeytið rjómann og blandið saman við súrmjólkina.  Kreistið vatnið úr matarlíminu og bræðið yfir vægum hita (eða í örbylgju)
Hellið matarlíminu (kældu) í mjórri bunu saman við súrmjólkina, hrærið stanslaust svo ekki komi matarlímskögglar.  Hellið í skál og kælið í ísskáp.
Berið fram með ferskum jarðarberjum og rjóma


Eplagóðgæti

4 meðalstór epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita
1 ¼ dl sykur
1 tsk kanill
1 ½ dl hveiti
1/2 tsk salt
1 ¼ dl mulið kornflex
55 gr smjör

Eplin sett í vel smurt eldfast mót. Helmingnum af sykrinum og öllum kanilnum stráð yfir. Hveiti, salti og afgangnum af sykrinum hrært saman ásamt kornflexi. Dreift yfir eplin. Bakað við 200 gráðu hita í ca 30 mín. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.