170gr brætt smjör
200gr púðursykur
100gr sykur
1 egg
2 tsk vanilludropar
220 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
200-250gr brytjað suðusúkkulaði
Hræra saman smjöri, púðursykri, sykri, eggi og vanilludropum. Bæta síðan við hveiti, lyftidufti og salti. Best er að sigta það útí skálina. blanda saman þar til deigið verður jafnt og fínt og bætið súkkulaðinu við í restina.
Móta með teskeið litlar kúlur úr deiginu og raða á ofnplötu klædda bökunarpappír. Hafa gott bil á milli því kökurnar renna svolítið út. Baka við 170gr í 12-14 mín.
Leave a Reply