25 gr hveiti
¼ tsk kanill
¼ lyftiduft, hræra þessu saman.
10 gr dökkur púðursykur
10 gr hunang
¼ tsk vanillufropar
ca 1 msk+1 tsk mjólk , þetta má ekki verða of þunnt.
Ananans sneið
Setur ananasinn í botninn á litlu formi, hellir deiginu yfir, inní ofn við 180°C í ca 20 mín…..ég spreyjaði formið með smá PAM.
Hún verður pínu gooey í miðjunni og það er allt í lagi, hún er góð samt :)
Ég fann þessa uppskrift á netinu og breytti henni að því sem ég átti til, og fyrsta tilraun misheppnaðist algjörlega, en henni var samt ekki hent þar sem 10 ára sonur minn gúffaði henni í sig og fannst hún æði ! :)
En þetta er ss Upside down pineapple cake, fyrir 1 ;) Þú kannast örugglega við að kökuskrímslið banki í öxlina á þér og grátbyðji þig um að baka eitthvað……og svo borðar maður alltof mikið :/
Þessi er bara 1 skammtur þannig að það eru engar leyfar til að falla í freistni yfir :)
Uppskriftin er fengin hér
Leave a Reply