125 gr sykur
125 gr smjör
4 eggjarauður
300 gr hveiti
2 tesk lyftiduft
1 1/2 dl mjólk
Hrærið sykur og smjör vel saman, bætið eggjarauðum í einni í einu og hrærið vel. Hrærið hveiti og lyftidufti í ásamt mjólkinni.
Sett í form (mitt var 30 x 25 cm), bakað við 170 gr. i 15 mín.
Smyrjið góðri sultu, að eigin vali, varlega á heita kökuna. Ég notaði næstum krukku af jarðarberja- og rabarbarasultu og það var of mikið…..kakan varð heldur blaut en ofsalega bragðgóð samt ;)
Stíþeytið saman 4 eggjahvítur og 250 gr sykur.
Setjið ofaná sultuna á kökunni og bakið áfram í 15- 20 mín.
Anna H setti þessa uppskrift á Facebooksíðu Matarbitans, bestu þakkir fyrir Anna :)
Leave a Reply