Chilifiskur í ofni ala Þorsteinn

350 gr fiskflök
½ msk hveiti
½ tsk salt
1 dl matreiðslurjómi
¼ dl chilisósa
1 dl rifinn ostur

Forhitið ofninn í 225°C.  Smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu og stráið svo hveitinu innan í mótið.
Skerið fiskinn í frekar smáa bita og raðið í formið, stráið svo saltinu yfir.
Blandið saman chilisósunni og rjómanum, hellið yfir fiskinn og ostinn í restina.
Bakið á næst neðstu hillu þar til osturinn er orðinn fallega brúnn :)  (ca 25 mín)

Unglings guttinn á þessu heimili mallaði þetta handa okkur 16. jan “12 og græðgin í okkur var svo mikil að ég steingleymdi að taka mynd fyrir síðuna (redda því næst, því það verður pottþétt næst, þetta var svakalega gott)
Við vorum 6 í mat (2 fullorðnir, 2 unglingar og 2 krakkar) og hann gerði fjórfalda uppskriftina að ofan og það er ekki arða eftir.
Þetta var boðið fram með soðnum kartöflum og fersku salati :)


2 responses to “Chilifiskur í ofni ala Þorsteinn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: