Ýsa með banana í beikonsósu

600 gr roðflett og beinlaus ýsa
hveiti
salt
pipar
olía til steikingar
2 bananar

Sósa:

6 beikonsneiðar
1 laukur
250 gr sveppir
1-2 tsk karrý
½ dl vatn
1 dl rjómi
salt
pipar

Ýsan er skorin í bita.  Hveitið er kryddað með salti og pipar og ýsunni velt í blöndunni.  Bitarnir eru steiktir uppúr olíu á pönnu og haldið heitum í ofni.  Beikonið er skorið í litla bita, laukurinn saxaður og sveppir sneiddir niður.  Beikonið er steikt á pönnu (ekki í olíu) , lauk og sveppum bætt útí og karrý stráð yfir.  Vatni og rjóma hellt yfir og lögurinn kryddaður með salti og pipar eftir smekk.
Rétturinn er borinn fram með niðurskornum bönunum, kartöflum, hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og beikonsósunni :)

Fiskbúðin Sjávarhöllin gaf þessa uppskrift út sem Uppskrift Janúarmánaðar, takk fyrir lánið :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: