Kjúklinga-og baunabuff

200 gr spínat
200 gr soðnar kjúklingabaunir
1 lítill laukur
2-3 hvítlauksrif
2-300 gr eldaður kjúklingur
2-3 msk kotasæla
3-4 msk brauðmylsna
3-4 msk hvítt spelt
handfylli af ferskum kóríander
maldonsalt
½ tsk cayennepipar

Steikið spínatið í smá ólífuolíu og kælið.  Kreistið sem mest af “safanum” úr því og setjið ásamt elduðum baununum í matvinnsluvél.  Rífið laukinn og hvítlaukinn útí með rifjárni.  Bætið því næst kotasælunni, brauðmylsnunni, speltinu og kryddinu saman við.  Vinnið þetta aðeins saman, takið úr vélinni og setjið í skál.  Skerið kjúklinginn í frekar litla bita og bætið útí.  Gott er að kæla blönduna áður en buffin eru mótuð, þá stífna þau og það verður auðveldara að steikja þau.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: