600 gr útvatnaður saltfiskur
2 stórir laukar, saxaðir
1 lítil dós tómatmauk (purée)
1 bolli vatn
2 lárviðarlauf
Salt eftir smekk
Svartur pipar (vel af honum)
½ bolli ólífuolía
10 litlar kartöflur (flysjaðar)
Setjið allt nema kartöflurnar í pott og sjóðið í 10 mínútur.
Bætið kartöflunum út í og sjóðið við lágan hita í 45 mínútur.
Bætið vatni út í ef rétturinn verður of þurr.
Berið fram með góðu brauði.
Leave a Reply