4 stk eggjarauður
50 gr sykur
1 dl vatn
1 dl rúsínur
½ dl dökkt romm
3½ dl rjómi
Sjóðið vatn og sykur í síróp (10-12 mínútur), Sjóðið uppá rúsínunum og romminu og látið standa í 1 klst.
Þeytið eggjarauðurnar og hellið sírópinu heitu út í og þeytið áfram í létta froðu, bætið rommrúsínunum út í. Blandið síðan varlega saman við rjómann.
Frystið í 5 klst í formkökuformi. Losið úr forminu 30 mín áður en ísinn er borinn fram.
Gott með ferskum rjóma og ávöxtum að vild :)
Leave a Reply