110 g ósaltað smjör
75 g dökkt súkkulaði
2 stór egg
1 tsk vanillusykur
1 dl sykur
75 g hveiti
75 g frosin bláber
75 g valhnetur
Smjör og súkkulaði brætt í vatnsbaði og hrært varlega saman. Þeytið egg, sykur og vanillusykur þar til það er orðið froðukennt. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og bætið hveitinu út í að undanskilinni 1 msk. Veltið frosnum berjunum upp úr hveitinu og bætið þeim ásamt valhnetunum út í blönduna.
Bakið í miðjum ofni v/180°C í 12-15 mín í 24 cm kökuformi.
Leave a Reply