3 meðalstórar rauðar paprikur
11 rauðir chili piparbelgir
1½ bolli borðedik
5½ bolli sykur
3 tsk. sultuhleypir
1½ bolli sólber
Hreinsið kjarnann úr chili og papriku og maukið vel í matvinnsluvél. Gott er að nota hanska þegar kjarninn er tekinn úr chilipipar. Mauk sett í pott ásamt sykri, ediki og sólberjum og soðið í 10 mín. Þá er sultuhleypir settur út, ein tsk. í senn og hrært vel á milli. Látið sjóða í 1-5 mínútur. Einnig má nota grænan chilipipar á móti þeim rauða, og paprikur í öðrum litum. Hlaupið má einnig laga án sólberjanna. Fer vel með brauði og ostum.
Leave a Reply