Kremaðir sveppir

1 msk smjör
150 g villisveppir (eða kastaníusveppir ef vill)
150 g venjul. sveppir
2 skalottulaukar (eða hálfur hvítur laukur)
1 hvítlauksrif
1 dl rjómi
Salt
Pipar

Skerið sveppina í litla bita og saxið laukana smátt. Steikið á pönnu. Hellið rjómanum út á og sjóðið niður um helming. Saltið og piprið eftir smekk.

Þetta er svakalega gott með hátíðarsteik!


Leave a comment