Súkkulaðikaramella

Súkkulaðikaramellur

Búið til 15.júlí 2011

  • 3 dl sykur
  • 3 dl rjómi
  • 3 msk kakó
  • 3 msk hunang
  • 30 gr smjör (3 lítil stykki)
  • möndlur ef vill

Skellið öllu saman í pott (ekki möndlunum þó ef þið viljið þær) og sjóðið saman við vægan hita (á að bubla en ekki bullsjóða) og hrært öðru hvoru í.  Ég var með hitamæli en hann fór aldrei uppfyrir 110°C og það fór ekkert á milli mála hvenær hún var orðin tilbúin.  Hún var orðin vel þykk og hélt lögun í köldu vatni :)
Ég setti bökunarpappír í ofnskúffu, hellti í og  lét kólna.  Skar í bita og kældi áfram :)  Ef þú kaust að nota möndlur þá bætirðu þeim í áður en þú hellir í formið :)


One response to “Súkkulaðikaramella

  • afixpic's avatar ღDreams☆of☆Shadowღ

    you have a beautiful website , I wish you a nice Saturday greetings from Germany ღDreams☆of☆Shadowღ

Leave a comment