Kjúklingahakk með martöflumús

500 grömm kjúklingahakk
2 gulrætur, rifnar
2 púrrlaukar, gróft saxaðir
150 grömm sellerí rifið
1 dós hakkaðir tómatar
2 matskeiðar tómatpúrra
2 hvítlauksrif, marin
2 matskeiðar olía
Salt og pipar
Timían, ferskt eða þurrkað

Kartöflumús:
1 kíló skrældar kartöflur, í bitum
50 grömm smjör
1 desilítri heit mjólk
2 egg
100 grömm rifinn ostur
Salt og pipar

Aðferð fyrir Kjúklingahakk með kartöflumús:

Hitið olíuna í potti og steikið kjúklingahakkið í nokkrar mínútur. Setjið grænmetið í pottinn og bætið 1 dós af hökkuðum tómötum í. Hellið tómatpúrru og hvítlauk í líka. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla í 10 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og timían. Hellið þessu í eldfast mót.

Hitið ofninn að 200 gráðum.

Sjóðið kartöflurnar í gegn. Stappið þær og hellið smjöri og mjólk í. Hrærið þessu vel saman og bætið eggjum og osti í. Smakkið til með salti og pipar. Hellið kartöflumúsinni yfir kjúklingablönduna. Bakið í 25 mínútur, eða þar til kartöflumúsin er gullinbrún. Berið fram með fersku grænmeti.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: