500 gr skötuselur
1 blaðlaukur
1 dós 18% sýrður rjómi
½ lime
salt og pipar
Steikið blaðlaukinn í smjöri við vægan hita, þannig að hann bráðni en brúnist ekki, þar til að hann verður mjúkur. Slökkvið undir, bætið sýrða rjómanum og lime útí, blandið vel saman, saltið og piprið.
Leggið fiskinn í álpappír og blaðlaukskremið ofan á, lokið álpappírnum þétt og bakið í ofninum í 15 mín. við 160°C.
Hægt er að nota lúðu, karfa, steinbít eða hlýra…….bara hvaða fisk sem er sem er þéttur í sér.
Leave a Reply