800 gr fiskur, hakkaður (hrár)
2 laukar, saxaðir
1 msk salt
4 msk hveiti
6 msk kartöflumjöl
2 egg
Mjólk/eða smá rjómi(frábært).
Má alveg setja smá krydd eftir smekk t.d. basilikum,timian og fleira.
Sett í mixara og hakkað mjög vel. Bætið útí restinni af hráefnunum og að lokum mjólk/rjóma. Passið að deigið sé ekki of þunnt.
Gerið bollur með matskeið, steikjið á pönnu og setjið svo í pott. Sjóðið í u.þ.b. 10 mínútur en þess þarf ekki endilega.
Leave a Reply