Botn:
140 g flórsykur
140 g kókosmjöl
4 eggjahvítur
Stífþeyta sykur + hvítur og hræra kókos út í baka í 30-40 (ég hef í 40) mín við 150 C
Ísbotn:
1 L vanilluís látinn mýkjast aðeins og settur í jafn stórt form og botninn og settur í frysti
(Það er líka hægt að nota þeyttan rjóma-þá þarf ekki að frysta)
Krem:
100 suðusúkkulaði
100 smjör lint
5 matsk flórsykur
1 dl rjómi
2 eggjarauður
Bræða saman rjóma og súkkulaði, láta kólna (má vera volgt). Hræra saman rauður og sykur vel, bæta út í smjöri og loks smám saman súkkulaði rjómablöndunni.
Kakan sett saman þannig að kókosbotn er neðst, ísbotn næstur og svo er súkkulaðikreminu hellt yfir. Kökunni er svo skellt í frysti og tekin út ca 10 mín áður en hún er borin fram.
Leave a Reply