400 gr kjúklingabringur, án skinns
250 gr fetaostur, í olíu
50 gr tómatar
200 gr hlynsíróp
100 gr grænt pestó (Þú finnur uppskrift af því hér)
Hlynsírópi hellt í eldfast mót og kjúklingabitarnir settir í það. (Sírópið nær svona ca. 2/3 upp á kjúklingabringurnar)
1 matskeið af grænu pestói sett ofaná hvern kjúklingabita.
Tómatsneiðar settar ofaná hvern og einn kjúklingabita.
Olían er sigtuð af feta ostinum og ostinum dreift yfir kjúklinginn.
Sett í 200°C heitan ofn í ca. 45 – 50 mín.
(Þú finnur uppskriftina af kartöflunum á disknum hér ) Ofsalega gott saman :)
Leave a Reply