Rúnnstykki

50 g pressuger
6 dl volg mjólk
1 kg hveiti
1 msk salt
1 msk sykur
50 g smjör
1 msk olía

1 þeytt egg
Sesamfræ / birkifræ

Leysið gerið upp í volgri mjólk. Blandið sykri og salti í hveitið bætið því síðan í gerblönduna, nógu til að hægt sé að hnoða deigið.
Hnoðið í 5 mínútur og bætið síðan smjörinu í. Bætið hveiti eftir þörfum, án þess þó að deigið verði of þurrt..

Hnoðið í 10 mínútur í viðbót. Smyrjið skál með matarolíu og setjið deigið þar í. Látið lyfta sér í uþb 4 tíma í stofuhita eða þar til deigið hefur náð amk tvöfaldri stærð.
Hnoðið deigið aftur og skiptið í 24 bollur. Setjið á bökunarpappír og látið lyfta sér aftur í tvöfalda stærð.
Penslið með eggi og stráið sesam eða birkifræjum yfir.

Bakið neðarlega í ofni við ca 220 gráður í uþb 15 mínútur.

Ef að rúnnstykkin ætla að verða of dökk er hægt að leggja álpappír yfir síðustu mínúturnar.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: