Bláberjahveitikökur

1 bolli fersk bláber
1 bolli heilhveiti
1 bolli hveiti
1/4 bolli sykur
1/3 bolli smjör
3/4 bolli matreiðslurjómi
1 eggjarauða
3 tsk. lyftiduft

Forhitið ofninn í 220°C. Setjið heilhveitið, hveitið, lyftiduftið og sykurinn í skál og blandið saman. Bætið smjörinu smám saman út í. Setjið rjómann og eggjarauðuna í skál og blandið saman. Bætið síðan vökvanum út í þurrefnin. Hrærið í með gaffli þar til þurrefnablandan er orðin rök. Bætið bláberjunum varlega út í. Setjið smá hveiti á borðið, leggið deigið ofan á og hnoðið varlega, ca. 6 sinnum, og myndið kúlu úr deiginu. Sléttið úr kúlunni svo úr myndist hringur um 2ja cm. þykkur. Setjið deigið varlega á plötu með bökunarpappír. Skerið út átta kökur (bita) í deigið, passið þó að skera ekki alla leið í gegn. Stráið sykri yfir. Bakið í 20 mín., eða þar til gyllt að lit. Brjótið kökurnar í sundur og berið fram volgar með smjöri.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: