4,8 dl hveiti (2bollar)
4,8 dl sykur (2bollar)
1,7 dl kakó (3/4bolli)
2 tsk matarsódi
2 stór egg
2,4 dl súrmjólk/ab mjólk (1bolli)
2,4 dl matarolía (1bolli)
1 1/2tsk vanillu extrakt, (getur skipt því út fyrir 2 tappa af vanilludropum)
2,4 dl sjóðandi heitt vatn (bolli)
Öllu nema vatninu skellt í skál og hrært aðeins saman, og svo vatnið sett við og klárað að hræra. Þetta er til þess að maður sjóði ekki eggin með heita vatninu.
Bakað í miðjum ofni við 150°C í ca klukkutíma, bara fylgjast með og pota í með prjóni til að athuga hvort það sé fullbakað. Ofnar geta nefnilega verið svo misjafnir.
Mæli með að setja bökunarpappír í botnin á forminu ef maður ætlar að hvolfa henni á fat, því hún er svo blaut að hún fer ekkert úr mótinu öðruvísi.
Í þessari uppskrift er einn bolli 240ml eða 2,4dl. Hef líka heyrt að fólk noti sjóðandi heitt kaffi í staðinn fyrir vatnið, svona fyrir þá sem fíla að fá smá kaffikeim.
Svo bara sett á hana það krem sem maður vill, myndi skella henni örlítið í frysti áður en maður setur krem á því það er mjög auðvelt að slysast til að toga upp úr henni bita þegar maður er að klína kreminu á.
Tillögu að kremi má finna hér
Leave a Reply