Smjörbollur

Smörbollur

Bakað 12-11-11

3 ¼ bolli hveiti ( skipt í 1 + ¼, og svo 2 bolla)
1 bréf þurrger
1 ¼ bolli mjólk
¼-½ bolli sykur (ég notaði bara ¼)
1 egg
1 tsk salt
¼ bolli butter flavored shortening (fæst í Kosti)
smjör, brætt

Settu 1+¼ bolla af hveiti í stóra skál, settu þurrgerið úti og blandaðu saman…..settu svo til hliðar.
Settu í pott mjólkina, sykurinn og shortening og bræddu saman við miðlungshita þar til shortening-ið hefur bráðnað, hrærðu í stöðugt á meðan.  EKKI láta sjóða.
Helltu þessu svo útí hveitiskálina, bættu egginu við og hrærðu með handþeytara á lágum hraða í 1 mínútu og á háum hraða í 3 mínútur (þetta gerir bollurnar flöffí og fínar)
Bættu svo við saltinu og restinni af hveitinu, og blandaðu saman með sleikju eða bara höndunum þar til þetta er orðið að mjúkri deigkúlu.  Smyrðu skál með smá olíu, settu kúluna ofan í, lokaðu henni með plastfilmu ef ekki er lok á skálinni og settu í kæli í amk 2 klst.
Taktu úr kæli, kýldu loftið úr deiginu og bræddu smjörið.  Smyrðu eldfast mót með smjöri, og formaðu svo smá búta í einu af deiginu í hvaða form sem þú vilt og dýfðu í smjör, og settu svo í formið.  (já þetta er EKKI diet hehe)
Ég flatti út smá bút í einu á milli handanna, braut svo helminginn inn að miðju, síðan hinn helminginn líka og snéri því svo á hvolf….raðaði því svo bara í formið.
Skelltu viskustykki yfir þetta og geymdu á hlýjum stað í klukkutíma eða 2 og bakaðu svo við 200°C í 10-14 mínútur (mínar voru 14 mínútur)
Penslaðu svo með bræddu smjöri um leið og það kemur útúr ofninum og borðist strax.

Þetta er butter flavored shoertening, er í kælinum í Kosti.

Dósin lítur svona út og er í kælinum í Kosti

 


2 responses to “Smjörbollur

  • matarbitinn

    Hæ Logi :)
    Prófaðu að skipta því út fyrir sama magn af smjöri + 1-2 tsk vatn.
    Palmín gæti líka gengið, en þá ertu komin með “venjulegar” brauðbollur, ekki smjörbragðið sem hér var leitast eftir :)
    En þær yrðu örugglega ekkert síðri samt :)
    Takk fyrir kommentið :)

    Kv. Matarbitinn

  • Logi

    Hvaða feiti (aðra en þessa amerisku) og þá hversu mikið af henni má nota ?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: