Hafra og rúsínu kökur

Hafra rúsínu kökur

Bakað 19.júlí 2011

200 gr mjúkt smjörlíki
¾ úr bolla af púðursykri
½ bolli sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1½ bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
½ tsk salt
3 bollar haframjöl
2 bollar rúsínur (minnkaðu í 1 bolla ef þú ert ekki hrifin/n af rúsínum)

Setjið hveitið, matarsódann,kanilinn og saltið saman í skál og setjið til hliðar.
Hrærið saman púðursykrinum, sykrinum og smjörlíkinu þar til sykurinn hefur samlagast og er orðið kremað.
Bætið þá við vanilludropunum og eggjunum og hrærið vel í.
Bætið svo rólega útí hveitiblöndunni og leyfið að hrærast vel saman.
Setjið svo hafrana og blandið aðeins og að lokum rúsínurnar og hrærið saman með sleif.
Setjið vel kúfaða matskeið á pappírsklædda bökunarplötu með smá millibili, þær renna ekki mikið út.
Bakið við 180°C í 15-17 mínútur (misjafnt eftir ofnum,fylgstu með þeim)
Tekið út, leyft að vera á plötunni í 1-2 mínútur og fært yfir á grind til að kólna alveg.
Þessi uppskrift gaf mér 31 köku.

9 var passlegt á mínar plötur


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: