50 g ger (10 gr. pressuger: 1 tsk. þurrger)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimommudropar
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Leave a Reply